Við erum öll druslur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. júní 2012 06:00 Í dag verður farin drusluganga niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Lækjartorgi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisglæpi og þá útbreiddu ranghugmynd að þolendurnir beri á einhvern hátt ábyrgð á glæpnum með klæðnaði sínum, útliti eða framkomu. „Með druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunum og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga," segir á heimasíðu druslugöngunnar. Í ár hafa aðstandendur göngunnar sett orðið „meint" fyrir framan heiti hennar. Það er að þeirra sögn „til þess að vekja fólk til umhugsunar um þá stöðu sem þolendur upplifa þegar fyrirvari er settur á frásagnir þeirra. Við viljum vekja athygli á orðræðunni í samfélaginu og hvernig fólk er tilbúið að leyfa brotamanni að njóta vafans á meðan að hin raunverulegu fórnarlömb eru vænd um meiðyrði." Þetta er góður punktur og það eru ekki sízt þeir sem starfa á fjölmiðlunum sem mega taka hann til sín. Orðalag í lögreglufréttum hefur oft verið með öðrum hætti þegar sagt er frá kynferðisglæpum en öðrum afbrotum. Við hikum ekki við að fullyrða að svo og svo mörg innbrot hafi verið framin tiltekna nótt, eða að sex manns hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbænum. Af hverju ættum við frekar að skeyta orðinu „meint" fyrir framan frásagnir af kynferðisbrotum? Oftast eru engin vitni að innbrotum og oft ekki önnur vitni að líkamsárásum en þolandinn og gerandinn, rétt eins og í nauðgunarmálum. Í aðdraganda druslugöngunnar hafa allmargir einstaklingar af báðum kynjum stigið fram og sagt frá reynslu sinni af nauðgun. Þetta er hugrakkt fólk, sem með því að segja sögu sína stuðlar að því að aðrir þolendur nauðgunar skilji að þeir sitja ekki einir með sína þungbæru reynslu og að það er engin skömm að því að vera nauðgað, ekki frekar en að vera laminn eða rændur. Það er gerandinn, glæpamaðurinn, sem á að skammast sín. Þessar frásagnir draga það fram sem er kjarni málsins; það er venjulegt fólk sem er venjulega klætt og að gera venjulega hluti sem verður fyrir nauðgun. Það er engar druslur. Ef svo er, erum við það öll. Því að hver hefur ekki daðrað svolítið án þess að ætla sér eitthvað meira með því, verið of lítið klæddur, orðið of fullur og þar með ekki á varðbergi, þvælzt inn í hverfi sem hann rataði ekki í, verið of seint á ferð í myrkrinu, húkkað sér far af því að það var enginn leigubíll – eitthvað af þessu eða allt saman? Ekkert af því gefur neinum öðrum afsökun fyrir því að ráðast á aðra manneskju og brjóta gegn henni. Ábyrgðin er alltaf gerandans og aldrei þolandans. Vonandi láta sem flestir sjá sig í druslugöngunni og ganga gegn fordómum og ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun
Í dag verður farin drusluganga niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Lækjartorgi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisglæpi og þá útbreiddu ranghugmynd að þolendurnir beri á einhvern hátt ábyrgð á glæpnum með klæðnaði sínum, útliti eða framkomu. „Með druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunum og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga," segir á heimasíðu druslugöngunnar. Í ár hafa aðstandendur göngunnar sett orðið „meint" fyrir framan heiti hennar. Það er að þeirra sögn „til þess að vekja fólk til umhugsunar um þá stöðu sem þolendur upplifa þegar fyrirvari er settur á frásagnir þeirra. Við viljum vekja athygli á orðræðunni í samfélaginu og hvernig fólk er tilbúið að leyfa brotamanni að njóta vafans á meðan að hin raunverulegu fórnarlömb eru vænd um meiðyrði." Þetta er góður punktur og það eru ekki sízt þeir sem starfa á fjölmiðlunum sem mega taka hann til sín. Orðalag í lögreglufréttum hefur oft verið með öðrum hætti þegar sagt er frá kynferðisglæpum en öðrum afbrotum. Við hikum ekki við að fullyrða að svo og svo mörg innbrot hafi verið framin tiltekna nótt, eða að sex manns hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbænum. Af hverju ættum við frekar að skeyta orðinu „meint" fyrir framan frásagnir af kynferðisbrotum? Oftast eru engin vitni að innbrotum og oft ekki önnur vitni að líkamsárásum en þolandinn og gerandinn, rétt eins og í nauðgunarmálum. Í aðdraganda druslugöngunnar hafa allmargir einstaklingar af báðum kynjum stigið fram og sagt frá reynslu sinni af nauðgun. Þetta er hugrakkt fólk, sem með því að segja sögu sína stuðlar að því að aðrir þolendur nauðgunar skilji að þeir sitja ekki einir með sína þungbæru reynslu og að það er engin skömm að því að vera nauðgað, ekki frekar en að vera laminn eða rændur. Það er gerandinn, glæpamaðurinn, sem á að skammast sín. Þessar frásagnir draga það fram sem er kjarni málsins; það er venjulegt fólk sem er venjulega klætt og að gera venjulega hluti sem verður fyrir nauðgun. Það er engar druslur. Ef svo er, erum við það öll. Því að hver hefur ekki daðrað svolítið án þess að ætla sér eitthvað meira með því, verið of lítið klæddur, orðið of fullur og þar með ekki á varðbergi, þvælzt inn í hverfi sem hann rataði ekki í, verið of seint á ferð í myrkrinu, húkkað sér far af því að það var enginn leigubíll – eitthvað af þessu eða allt saman? Ekkert af því gefur neinum öðrum afsökun fyrir því að ráðast á aðra manneskju og brjóta gegn henni. Ábyrgðin er alltaf gerandans og aldrei þolandans. Vonandi láta sem flestir sjá sig í druslugöngunni og ganga gegn fordómum og ranghugmyndum um kynferðisofbeldi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun