Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar 28. júní 2012 13:00 Unnsteinn Manúel Stefánsson og félagar hans í Retro Stefon endurgerðu lag Ný danskrar, Fram á nótt, sem fer í spilun í dag. Fréttablaðið/gva „Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna," segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Endurútgáfan er fáanleg hér á Tónlist.is og væntanleg í spilun í dag en lagið Fram á nótt ættu flestir að kannast við. Unnsteinn segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný dönsk, hafi beðið sveitina um að gera þetta fyrir hálfu ári síðan en það hafi tekið langan tíma að finna rétta lagið. „Við vorum með nokkur lög í huga og svolítið fram og tilbaka með þetta. Á endanum var það svo Haraldur sem tók af skarið enda er hann eldheitur aðdáandi Ný danskrar." Mikið er að gera hjá Retro Stefson en samhliða því að vera að spila á hátíðum út um allan heim eru þau að við ljúka plötu sem kemur út í haust. Unnsteinn segir það hafi hins vegar verið gott að geta gripið í Fram á nótt sem þau enduðu með að taka upp á hótelherbergi í Þýskalandi. Ný dönsk hefur verið að fá ýmsa valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig undanfarið til að búa til nýjar útgáfur af lögum sínum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. Afmælistónleikar verða svo 22. september í Hörpu og 29. september í Hofi ásamt gestatónlistarmönnunum, þar með töldum Unnsteini. Lagið Fram á nótt var óvæntur slagari á fyrstu plötu Ný danskrar, Ekki er á allt kosið, sem kom út 1989. Björn Jörundur var 16 ára er hann samdi lagið en á Unnsteinn von á endurútgáfan verði sumarslagarinn 2012? „Það er aldrei að vita. Þetta er ekki sérstaklega Retro Stefson-legt lag en það verður spennandi að sjá hvernig því verður tekið." - áp Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna," segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Endurútgáfan er fáanleg hér á Tónlist.is og væntanleg í spilun í dag en lagið Fram á nótt ættu flestir að kannast við. Unnsteinn segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný dönsk, hafi beðið sveitina um að gera þetta fyrir hálfu ári síðan en það hafi tekið langan tíma að finna rétta lagið. „Við vorum með nokkur lög í huga og svolítið fram og tilbaka með þetta. Á endanum var það svo Haraldur sem tók af skarið enda er hann eldheitur aðdáandi Ný danskrar." Mikið er að gera hjá Retro Stefson en samhliða því að vera að spila á hátíðum út um allan heim eru þau að við ljúka plötu sem kemur út í haust. Unnsteinn segir það hafi hins vegar verið gott að geta gripið í Fram á nótt sem þau enduðu með að taka upp á hótelherbergi í Þýskalandi. Ný dönsk hefur verið að fá ýmsa valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig undanfarið til að búa til nýjar útgáfur af lögum sínum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. Afmælistónleikar verða svo 22. september í Hörpu og 29. september í Hofi ásamt gestatónlistarmönnunum, þar með töldum Unnsteini. Lagið Fram á nótt var óvæntur slagari á fyrstu plötu Ný danskrar, Ekki er á allt kosið, sem kom út 1989. Björn Jörundur var 16 ára er hann samdi lagið en á Unnsteinn von á endurútgáfan verði sumarslagarinn 2012? „Það er aldrei að vita. Þetta er ekki sérstaklega Retro Stefson-legt lag en það verður spennandi að sjá hvernig því verður tekið." - áp
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp