Skytturnar með nýtt rapp 29. júní 2012 08:00 Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. „Það má búast við miklu af nýju efni frá okkur á næstu mánuðum," segir Hlynur Ingólfsson einn meðlima Skyttanna. Sveitin stefnir á útgáfu nýrra laga eftir margra ára hlé og verða nokkur þeirra flutt ásamt eldra rappi annað kvöld. „Við munum taka lög eins og Geri það sem ég vil, sem naut mikilla vinsælda hér um árið, og Lognið á undan storminum." Eftirfarandi lög eru að finna á breiðskífunni Illgresið sem kom út árið 2003 en sama ár voru þeir valdir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikar sveitarinnar á hátíðinni eru þeir fyrstu í Reykjavík síðan í byrjun desember á síðasta ári. „Við komum þá fram á Prikinu og það var troðfullt enda lítill staður. Við höfum síðan spilað fjórum sinnum á Akureyri upp á síðkastið til dæmis á Bíladögum. Þar fengum við þrusugóð viðbrögð en þá var maður auðvitað á heimavelli. Við vonum bara að þetta verði eins gott á svona stórum stað í bænum," segir Hlynur en Skytturnar koma frá Akureyri. Hátíðin stendur yfir í kvöld og á morgun og hefst dagskráin að miðnætti báða dagana. Margir helstu rapparar landsins koma fram ásamt ýmsum plötusnúðum en meðal þeirra eru Úlfur Úlfur, Gabríel ásamt Opee, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Shades of Reykjavík og ATH, sem samanstendur af Didda Fel og 7berg.- hþt Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. „Það má búast við miklu af nýju efni frá okkur á næstu mánuðum," segir Hlynur Ingólfsson einn meðlima Skyttanna. Sveitin stefnir á útgáfu nýrra laga eftir margra ára hlé og verða nokkur þeirra flutt ásamt eldra rappi annað kvöld. „Við munum taka lög eins og Geri það sem ég vil, sem naut mikilla vinsælda hér um árið, og Lognið á undan storminum." Eftirfarandi lög eru að finna á breiðskífunni Illgresið sem kom út árið 2003 en sama ár voru þeir valdir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikar sveitarinnar á hátíðinni eru þeir fyrstu í Reykjavík síðan í byrjun desember á síðasta ári. „Við komum þá fram á Prikinu og það var troðfullt enda lítill staður. Við höfum síðan spilað fjórum sinnum á Akureyri upp á síðkastið til dæmis á Bíladögum. Þar fengum við þrusugóð viðbrögð en þá var maður auðvitað á heimavelli. Við vonum bara að þetta verði eins gott á svona stórum stað í bænum," segir Hlynur en Skytturnar koma frá Akureyri. Hátíðin stendur yfir í kvöld og á morgun og hefst dagskráin að miðnætti báða dagana. Margir helstu rapparar landsins koma fram ásamt ýmsum plötusnúðum en meðal þeirra eru Úlfur Úlfur, Gabríel ásamt Opee, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Shades of Reykjavík og ATH, sem samanstendur af Didda Fel og 7berg.- hþt
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira