Mannlegir skildir í Eyjum Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. júní 2012 06:00 Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. Litlu systkinin eru sem sagt neydd til að stökkva á handsprengjuna fyrir þau eldri og þannig notuð sem mannlegir skildir. Svo við höldum áfram með þessa ósmekklegu vísun í stríðsrekstur, þá eru fjölmörg dæmi til um að slíkir skildir séu notaðir í bardögum – þar sem óbreyttum borgurum er komið fyrir í fremstu víglínu til að veita æðri mönnum skjól. Borgararnir eru oftast neyddir til að taka að sér þetta óeigingjarna hlutverk en tilgangurinn hefur einnig áróðursgildi þar sem tala látinna óbreyttra borgara vex óhjákvæmilega við aðgerðina. Þannig er höfðað til samvisku óvinarins og reynt að letja hann í árásum sínum. Mannlegir skildir hafa einnig verið nýttir í íslenskum áróðursstríðum með eftirtektarverðum árangri. Sjómönnum var att út á vígvöllinn í byrjun júní til að mótmæla meintri tekjuskerðingu á meðan kvótagreifarnir dyttuðu að höllum sínum og keyptu nýjar handa erfingjunum. Í vikunni settu svo stjórnarmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum upp mannlegan skjöld til að verjast árásum ríkisstjórnarinnar. 41 starfsmanni var fórnað og gott ef nýjasti dallurinn var ekki settur á söluskrá. Stjórnvöld fengu þau skilaboð að aðgerðirnar væru upp á líf og dauða; nauðsynlegar til að halda fyrirtækinu gangandi. Þegar aðgerðirnar voru kynntar láðist stjórnendum vinnslustöðvarinnar að nefna að til stendur að greiða eigendum 850 milljónir í arð, sem var samþykkt á fimmtudagskvöld. Það er 350 milljónum meira en í fyrra. Sem sagt, á tveimur árum hefur Vinnslustöðin skilað eigendum sínum 1.350 milljónum króna í arð. Ef við myndum skipta arðinum í hundraðkalla myndi staflinn skaga 27 kílómetra til himins. Við þyrftum að stafla 32 Burj Khalifa-turnum, sem er hæsta bygging heims, hverjum ofan á annan til að koma fyrir síðasta hundraðkallinum. Hallgrímskirkjuturnarnir þyrftu hins vegar að vera 362. Guð blessi þessa menn. Fyrir þau sem vita ekki hvað arður er, þá lítur hann út eins og grænu tölurnar í einkabankanum þínum. Í þessu tilviki er þó um að ræða talsvert fleiri núll en þú munt nokkurn tíma sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. Litlu systkinin eru sem sagt neydd til að stökkva á handsprengjuna fyrir þau eldri og þannig notuð sem mannlegir skildir. Svo við höldum áfram með þessa ósmekklegu vísun í stríðsrekstur, þá eru fjölmörg dæmi til um að slíkir skildir séu notaðir í bardögum – þar sem óbreyttum borgurum er komið fyrir í fremstu víglínu til að veita æðri mönnum skjól. Borgararnir eru oftast neyddir til að taka að sér þetta óeigingjarna hlutverk en tilgangurinn hefur einnig áróðursgildi þar sem tala látinna óbreyttra borgara vex óhjákvæmilega við aðgerðina. Þannig er höfðað til samvisku óvinarins og reynt að letja hann í árásum sínum. Mannlegir skildir hafa einnig verið nýttir í íslenskum áróðursstríðum með eftirtektarverðum árangri. Sjómönnum var att út á vígvöllinn í byrjun júní til að mótmæla meintri tekjuskerðingu á meðan kvótagreifarnir dyttuðu að höllum sínum og keyptu nýjar handa erfingjunum. Í vikunni settu svo stjórnarmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum upp mannlegan skjöld til að verjast árásum ríkisstjórnarinnar. 41 starfsmanni var fórnað og gott ef nýjasti dallurinn var ekki settur á söluskrá. Stjórnvöld fengu þau skilaboð að aðgerðirnar væru upp á líf og dauða; nauðsynlegar til að halda fyrirtækinu gangandi. Þegar aðgerðirnar voru kynntar láðist stjórnendum vinnslustöðvarinnar að nefna að til stendur að greiða eigendum 850 milljónir í arð, sem var samþykkt á fimmtudagskvöld. Það er 350 milljónum meira en í fyrra. Sem sagt, á tveimur árum hefur Vinnslustöðin skilað eigendum sínum 1.350 milljónum króna í arð. Ef við myndum skipta arðinum í hundraðkalla myndi staflinn skaga 27 kílómetra til himins. Við þyrftum að stafla 32 Burj Khalifa-turnum, sem er hæsta bygging heims, hverjum ofan á annan til að koma fyrir síðasta hundraðkallinum. Hallgrímskirkjuturnarnir þyrftu hins vegar að vera 362. Guð blessi þessa menn. Fyrir þau sem vita ekki hvað arður er, þá lítur hann út eins og grænu tölurnar í einkabankanum þínum. Í þessu tilviki er þó um að ræða talsvert fleiri núll en þú munt nokkurn tíma sjá.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun