Miss J. hrifinn af Munda 2. júlí 2012 20:00 Miss J. Alexander er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum America´s Next Top Model. Hér sést hann klæðast peysu frá Munda. Mynd/Mundi „Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París," segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. Mundi er með svokallað „showroom" eða sýningarherbergi í París í þeim tilgangi að sýna fatalínu sína fyrir gesti og gangandi, sem gjarna eru innkaupafólk, ritstjórar tískutímarita og annað áhugafólk innan tískuheimsins. Þangað kom Miss J og sló á létta strengi með Munda. „Við spjölluðum saman og hann skoðaði og mátaði hjá okkur. Að lokum gaf ég honum bol áður en við kvöddumst," segir Mundi, sem er að ferð og flugi um heiminn með fatalínu sína í sumar. Auk þess að vera í París verður Mundi ásamt meðal annars hönnuðum Eygló, Hlín Reykdal og Hringu á tískuvikunni í Berlín sem hefst í næstu viku. -áp Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París," segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. Mundi er með svokallað „showroom" eða sýningarherbergi í París í þeim tilgangi að sýna fatalínu sína fyrir gesti og gangandi, sem gjarna eru innkaupafólk, ritstjórar tískutímarita og annað áhugafólk innan tískuheimsins. Þangað kom Miss J og sló á létta strengi með Munda. „Við spjölluðum saman og hann skoðaði og mátaði hjá okkur. Að lokum gaf ég honum bol áður en við kvöddumst," segir Mundi, sem er að ferð og flugi um heiminn með fatalínu sína í sumar. Auk þess að vera í París verður Mundi ásamt meðal annars hönnuðum Eygló, Hlín Reykdal og Hringu á tískuvikunni í Berlín sem hefst í næstu viku. -áp
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira