Gefa út nýtt túristablað á frönsku 4. júlí 2012 17:00 Virginie Le Borgne og Lea Gestsdóttir Gayet standa á bak við nýtt blað á frönsku um íslenska menningu. „Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira