Endurteknar staðfestingar Þórður Snær Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:00 Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Á árinu 2012 einu saman hafa komið út þrjár skýrslur sem fara yfir málið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann þá fyrstu að beiðni ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna afhenti forsætisráðherra undirskriftarlista þeirra sem vildu „almennar og réttlátar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna". Niðurstaðan var nokkuð skýr. Nýju bankarnir hafa fullnýtt þann afslátt sem þeir fengu á húsnæðislánasöfnum, kostnaður við að færa lán niður um 18,7 prósent yrði rúmlega 200 milljarðar króna og hann myndi lenda nánast alfarið á skattgreiðendum, óháð því hvort þeir myndu fá niðurfellingu eða ekki. Í byrjun apríl kynnti Seðlabankinn lokaniðurstöðu sína á greiningu á stöðu íslenskra heimila. Hún byggir á gagnagrunni sem bankinn aflaði á árinu 2009 og samanstendur af ítarlegum upplýsingum um hvert stakt lán, tekjur, fjölskyldugerð, búsetu og aldur. Hún nær til nærri því hvers einasta heimilis á landinu. Niðurstaðan var sú að tuttugu prósenta almenn skuldaniðurfærsla á verðtryggðum lánum myndi kosta 261 milljarð króna. Um 57 prósent afskriftanna, tæplega 150 milljarðar króna, myndu falla í skaut tekjuháum heimilum. Það eru heimili sem hafa meira en 200 þúsund krónur á milli handanna á mánuði eftir að greitt hefur verið af lánum og lágmarksframfærslu. Einungis fjórðungur afskriftanna myndu skila sér til þeirra sem eru í greiðsluvanda. Enn ein skýrslan var lögð fram á Alþingi í byrjun júní. Hún var afrakstur vinnu þriggja sérfræðinga sem unnin var fyrir þingið. Í henni kom fram að heildarkostnaður við 20 prósenta niðurfærslu yrði 248 milljarðar króna. Þar af yrði beinn kostnaður ríkis og sveitarfélaga 172 milljarðar. Afgangurinn myndi skiptast á milli innlánsstofnana, sem eru að hluta til í eigu ríkisins, og lífeyrissjóða, sem eru í eigu okkar allra. En öllum skýrslunum er vísað út í hafsauga af áhugamönnum um afskriftir. Þar sem þær sýna allar sömu niðurstöðu þá eru skýrslurnar sagðar illa skrifaðir leikþættir ríkisstjórnarinnar sem neitar að forgangsraða í þágu heimilanna. Það má gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir margt, og sumt ansi kostnaðarsamt, en það er út í hött að gagnrýna hana fyrir að gefa ekki hluta af þjóðinni tæplega fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu vegna þess að hávær minnihlutahópur heimtar það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Á árinu 2012 einu saman hafa komið út þrjár skýrslur sem fara yfir málið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann þá fyrstu að beiðni ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna afhenti forsætisráðherra undirskriftarlista þeirra sem vildu „almennar og réttlátar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna". Niðurstaðan var nokkuð skýr. Nýju bankarnir hafa fullnýtt þann afslátt sem þeir fengu á húsnæðislánasöfnum, kostnaður við að færa lán niður um 18,7 prósent yrði rúmlega 200 milljarðar króna og hann myndi lenda nánast alfarið á skattgreiðendum, óháð því hvort þeir myndu fá niðurfellingu eða ekki. Í byrjun apríl kynnti Seðlabankinn lokaniðurstöðu sína á greiningu á stöðu íslenskra heimila. Hún byggir á gagnagrunni sem bankinn aflaði á árinu 2009 og samanstendur af ítarlegum upplýsingum um hvert stakt lán, tekjur, fjölskyldugerð, búsetu og aldur. Hún nær til nærri því hvers einasta heimilis á landinu. Niðurstaðan var sú að tuttugu prósenta almenn skuldaniðurfærsla á verðtryggðum lánum myndi kosta 261 milljarð króna. Um 57 prósent afskriftanna, tæplega 150 milljarðar króna, myndu falla í skaut tekjuháum heimilum. Það eru heimili sem hafa meira en 200 þúsund krónur á milli handanna á mánuði eftir að greitt hefur verið af lánum og lágmarksframfærslu. Einungis fjórðungur afskriftanna myndu skila sér til þeirra sem eru í greiðsluvanda. Enn ein skýrslan var lögð fram á Alþingi í byrjun júní. Hún var afrakstur vinnu þriggja sérfræðinga sem unnin var fyrir þingið. Í henni kom fram að heildarkostnaður við 20 prósenta niðurfærslu yrði 248 milljarðar króna. Þar af yrði beinn kostnaður ríkis og sveitarfélaga 172 milljarðar. Afgangurinn myndi skiptast á milli innlánsstofnana, sem eru að hluta til í eigu ríkisins, og lífeyrissjóða, sem eru í eigu okkar allra. En öllum skýrslunum er vísað út í hafsauga af áhugamönnum um afskriftir. Þar sem þær sýna allar sömu niðurstöðu þá eru skýrslurnar sagðar illa skrifaðir leikþættir ríkisstjórnarinnar sem neitar að forgangsraða í þágu heimilanna. Það má gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir margt, og sumt ansi kostnaðarsamt, en það er út í hött að gagnrýna hana fyrir að gefa ekki hluta af þjóðinni tæplega fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu vegna þess að hávær minnihlutahópur heimtar það.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun