Rammíslenskt Svavar Hávarðarson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. „Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki..." skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt. Á Íslandi býr þjóð sem þetta óblíða veður og strjálbýlt land hefur mótað í aldanna rás. Í dag tökum við myndir en áður fyrr bjuggu menn ekki svo vel, auðvitað. Því var gripið til mannlýsinga. „Hvað hennar líkamans skapnað áhrærir þá var hún með meðalhæð, nett og nokkuð fattvaxin, og þess vegna framsett, með ljósleitt og hrokkið höfuðhár með hofmannsvikum. Hafði verið smáfelld og andlitsfríð þar til bólusótt ein 1736 afskræmdi hana mikið," skrifaði Jón Steingrímsson eldklerkur. Þetta er líka rammíslenskt. Ég hef spurt bestu vini mína að því hvað þeim finnist falla undir þennan flokk – að vera rammíslenskt. Einn, búsettur á Spáni, segir að það sé hafið og fjöllin. Ég get skrifað undir það og bætt við að mér finnst ég aldrei vera eins íslenskur og þegar ég ligg á árbakka og hlusta á hrossagauk hneggja einhvers staðar fyrir ofan mig. Veiðistöng þarf að vera nálæg, og fiskur í hylnum. Bragðið af flatbrauði með hangikjöti skemmir ekki fyrir. Skrifaðar hafa verið langlokur um hvað einkennir þessa þjóð. Allir hafa sína skoðun á því. Ég tíni til háfleyg dæmi, en maður sem ég þekki segir þetta miklu einfaldara: Það eina sem þjóðin á út af fyrir sig er að skammast sín fyrir að sofa, segir hann og getur trútt um talað. Hann leggur sig nefnilega aldrei. Hann fær sér blaðsíðu og segist löngu vaknaður þegar hann er ræstur. Það er sem sagt ekkert einhlýtt svar við spurningunni um hvað það er sem einkennir okkur öðru fremur. Ég held að það sé tungumálið. Hallgrímur Helgason hefur bent á að sparleg notkun málsins í gegnum aldirnar hafi skilað því hreinu til okkar. Það verði að tala mikið til að tungumál breytist eitthvað að ráði – og þar með þjóðin. Það var sem sagt rammíslenskt að nota það lítið sem einkennir okkur helst. Nú hefur þetta snúist upp í andhverfu sína. Orðavaðall er rammíslenskur. Ættum við kannski að kappkosta að velja orð okkar af meiri kostgæfni en undanfarið? Og halda í það besta, þó við þurfum að breyta mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. „Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki..." skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt. Á Íslandi býr þjóð sem þetta óblíða veður og strjálbýlt land hefur mótað í aldanna rás. Í dag tökum við myndir en áður fyrr bjuggu menn ekki svo vel, auðvitað. Því var gripið til mannlýsinga. „Hvað hennar líkamans skapnað áhrærir þá var hún með meðalhæð, nett og nokkuð fattvaxin, og þess vegna framsett, með ljósleitt og hrokkið höfuðhár með hofmannsvikum. Hafði verið smáfelld og andlitsfríð þar til bólusótt ein 1736 afskræmdi hana mikið," skrifaði Jón Steingrímsson eldklerkur. Þetta er líka rammíslenskt. Ég hef spurt bestu vini mína að því hvað þeim finnist falla undir þennan flokk – að vera rammíslenskt. Einn, búsettur á Spáni, segir að það sé hafið og fjöllin. Ég get skrifað undir það og bætt við að mér finnst ég aldrei vera eins íslenskur og þegar ég ligg á árbakka og hlusta á hrossagauk hneggja einhvers staðar fyrir ofan mig. Veiðistöng þarf að vera nálæg, og fiskur í hylnum. Bragðið af flatbrauði með hangikjöti skemmir ekki fyrir. Skrifaðar hafa verið langlokur um hvað einkennir þessa þjóð. Allir hafa sína skoðun á því. Ég tíni til háfleyg dæmi, en maður sem ég þekki segir þetta miklu einfaldara: Það eina sem þjóðin á út af fyrir sig er að skammast sín fyrir að sofa, segir hann og getur trútt um talað. Hann leggur sig nefnilega aldrei. Hann fær sér blaðsíðu og segist löngu vaknaður þegar hann er ræstur. Það er sem sagt ekkert einhlýtt svar við spurningunni um hvað það er sem einkennir okkur öðru fremur. Ég held að það sé tungumálið. Hallgrímur Helgason hefur bent á að sparleg notkun málsins í gegnum aldirnar hafi skilað því hreinu til okkar. Það verði að tala mikið til að tungumál breytist eitthvað að ráði – og þar með þjóðin. Það var sem sagt rammíslenskt að nota það lítið sem einkennir okkur helst. Nú hefur þetta snúist upp í andhverfu sína. Orðavaðall er rammíslenskur. Ættum við kannski að kappkosta að velja orð okkar af meiri kostgæfni en undanfarið? Og halda í það besta, þó við þurfum að breyta mörgu.