Sóldögg malar eins og köttur 5. júlí 2012 14:00 Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp