Yfir holt og hóla Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. júlí 2012 06:00 Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Ég hef nefnilega verið sparsöm í sumar, sparað bensín, sparað tíma, sparað andrúmsloft (bara örlítið en safnast þegar saman kemur), sparað líkamsræktarkort, sparað ergelsi en grætt gleði. Ferðir mínar eru drifnar áfram af hafragraut, eplum, pastasalati og stöku hafraköku í staðinn fyrir bensín og smurolíu, farartækið er blóði drifið í jákvæðum skilningi, blóð mitt og vöðvar færa mig þangað sem ég vil fara. Í sumar er ég á hjóli. Ég veit að það þykir ekkert sérstaklega magnþrungið af einstaklingi á besta aldri sem býr tiltölulega miðsvæðis að hjóla ferða sinna yfir hásumarið, sérstaklega þegar veður hefur verið gott, en fyrir mig er það heilmikið afrek. Jú, vissulega hef ég átt hjólið mitt frábæra í fimm ár og hef alveg látið mig hafa það að hjóla stöku spotta. En sleppti því alltaf þegar einhver afsökun bankaði upp á: þarf að vera fín, má ekki vera sein, vil ekki vera sveitt, þarf að fara á fleiri en einn stað, sækja börnin, mæta í afmæli eftir vinnu… Þess vegna er svo ljómandi gott að týna bara bíllyklunum sínum. Allt í einu er mér nánast nauðugur sá kostur að hjóla þangað sem ég þarf að komast, skipuleggja mig og klæða með tilliti til þess. Ég þarf að reikna mér tíma til að komast milli staða, sem reynist svo í flestum tilfellum vera styttri en þegar þegar ég var á bíl, til dæmis með tilliti til umferðarljósa og bílastæðaleitar. Ég hjóla hiklaust í þægilegum hælaskóm og sting niður fataskiptum ef ég óttast að svitna of mikið en hjólreiðum mínum fylgja reyndar sjaldan slík átök að ég svitni mér til vansa. Þátttaka mín í bílaumferð er hverfandi. Yfir margar umferðargötur liggja brýr fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur, með fram þeim eru leyndir hjólastígar sem eru girtir af með trjám og hljóðbökkum svo það er eins og að hverfa inn í annan heim, leyniborg, skógi vaxna milli fjalls og fjöru, þar sem er hægt að fá hugmyndir, upplifa ævintýri, reyna passlega á sig OG minnka persónulegt mengunarframlag sitt. Þannig að ef einhver finnur bíllykil á töfrateningskippu með óvirkjuðum Orku-lykli þarf ekkert að skila honum fyrr en í október eða svo. EF ég þarf á honum að halda þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Ég hef nefnilega verið sparsöm í sumar, sparað bensín, sparað tíma, sparað andrúmsloft (bara örlítið en safnast þegar saman kemur), sparað líkamsræktarkort, sparað ergelsi en grætt gleði. Ferðir mínar eru drifnar áfram af hafragraut, eplum, pastasalati og stöku hafraköku í staðinn fyrir bensín og smurolíu, farartækið er blóði drifið í jákvæðum skilningi, blóð mitt og vöðvar færa mig þangað sem ég vil fara. Í sumar er ég á hjóli. Ég veit að það þykir ekkert sérstaklega magnþrungið af einstaklingi á besta aldri sem býr tiltölulega miðsvæðis að hjóla ferða sinna yfir hásumarið, sérstaklega þegar veður hefur verið gott, en fyrir mig er það heilmikið afrek. Jú, vissulega hef ég átt hjólið mitt frábæra í fimm ár og hef alveg látið mig hafa það að hjóla stöku spotta. En sleppti því alltaf þegar einhver afsökun bankaði upp á: þarf að vera fín, má ekki vera sein, vil ekki vera sveitt, þarf að fara á fleiri en einn stað, sækja börnin, mæta í afmæli eftir vinnu… Þess vegna er svo ljómandi gott að týna bara bíllyklunum sínum. Allt í einu er mér nánast nauðugur sá kostur að hjóla þangað sem ég þarf að komast, skipuleggja mig og klæða með tilliti til þess. Ég þarf að reikna mér tíma til að komast milli staða, sem reynist svo í flestum tilfellum vera styttri en þegar þegar ég var á bíl, til dæmis með tilliti til umferðarljósa og bílastæðaleitar. Ég hjóla hiklaust í þægilegum hælaskóm og sting niður fataskiptum ef ég óttast að svitna of mikið en hjólreiðum mínum fylgja reyndar sjaldan slík átök að ég svitni mér til vansa. Þátttaka mín í bílaumferð er hverfandi. Yfir margar umferðargötur liggja brýr fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur, með fram þeim eru leyndir hjólastígar sem eru girtir af með trjám og hljóðbökkum svo það er eins og að hverfa inn í annan heim, leyniborg, skógi vaxna milli fjalls og fjöru, þar sem er hægt að fá hugmyndir, upplifa ævintýri, reyna passlega á sig OG minnka persónulegt mengunarframlag sitt. Þannig að ef einhver finnur bíllykil á töfrateningskippu með óvirkjuðum Orku-lykli þarf ekkert að skila honum fyrr en í október eða svo. EF ég þarf á honum að halda þá.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun