Stelpurnar elska mig 13. júlí 2012 12:00 vinsæll og veit af því "Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum,“ segir Siggi Hlö um nýja plötu sína. fréttablaðið/pjetur „Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin. Siggi sendi nýlega frá sér þreföldu safnplötuna Pottapartý með Sigga Hlö. Platan er fjórða safnplatan sem kemur út í tengslum við útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem er á Bylgjunni á laugardögum. Plöturnar hafa selst í yfir tíu þúsund eintökum og Siggi er handviss um vinsældir þeirrar nýjustu. „Þessi plata fer alveg pottþétt í gull, Sleikurinn mun sjá til þess." Platan inniheldur 57 lög sem skiptast niður á þrjá diska. „Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum. Þar eru lög sem flestir þekkja og geta sungið með. Annar diskurinn er Partýið en fólk getur ekki annað en hent sér á dansgólfið þegar hann er settur í tækið. Þriðji diskurinn er svo Sleikurinn," segir Siggi en sá diskur er meira í rólega og rómantíska kantinum. „Það var alltaf þannig í gamla daga, áður en opnunartímar skemmtistaða breyttust, að öll kvöld enduðu á vangalagi. Þá gafst fólki tækifæri til að loka dílnum, eins og maður segir. Á Sleiknum er að finna lög sem margir tengja við atvik í lífinu þar sem tungur snertast. Það er bara svoleiðis," bætir hann við. Á plötunum má finna perlur fortíðarinnar sem Siggi segir oft vandfundnar. En það eru ekki bara plöturnar sem hafa slegið í gegn því þættirnir hafa verið feykivinsælir meðal landans og að sögn Sigga er aðdáendahópurinn mikið að breytast. „Fyrst voru þetta aðallega konur á mínum aldri en núna er mjög mikil hlustun hjá niður í tuttugu ára og jafnvel yngra," segir hann. Mikið er hringt inn í þáttinn og beðið um óskalög, en athygli hefur vakið að þættirnir þykja einkar vinsælir meðal vinkonuhópa. „Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu." tinnaros@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin. Siggi sendi nýlega frá sér þreföldu safnplötuna Pottapartý með Sigga Hlö. Platan er fjórða safnplatan sem kemur út í tengslum við útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem er á Bylgjunni á laugardögum. Plöturnar hafa selst í yfir tíu þúsund eintökum og Siggi er handviss um vinsældir þeirrar nýjustu. „Þessi plata fer alveg pottþétt í gull, Sleikurinn mun sjá til þess." Platan inniheldur 57 lög sem skiptast niður á þrjá diska. „Fyrsti diskurinn heitir Potturinn og hann alveg steinliggur þegar maður liggur í heita pottinum. Þar eru lög sem flestir þekkja og geta sungið með. Annar diskurinn er Partýið en fólk getur ekki annað en hent sér á dansgólfið þegar hann er settur í tækið. Þriðji diskurinn er svo Sleikurinn," segir Siggi en sá diskur er meira í rólega og rómantíska kantinum. „Það var alltaf þannig í gamla daga, áður en opnunartímar skemmtistaða breyttust, að öll kvöld enduðu á vangalagi. Þá gafst fólki tækifæri til að loka dílnum, eins og maður segir. Á Sleiknum er að finna lög sem margir tengja við atvik í lífinu þar sem tungur snertast. Það er bara svoleiðis," bætir hann við. Á plötunum má finna perlur fortíðarinnar sem Siggi segir oft vandfundnar. En það eru ekki bara plöturnar sem hafa slegið í gegn því þættirnir hafa verið feykivinsælir meðal landans og að sögn Sigga er aðdáendahópurinn mikið að breytast. „Fyrst voru þetta aðallega konur á mínum aldri en núna er mjög mikil hlustun hjá niður í tuttugu ára og jafnvel yngra," segir hann. Mikið er hringt inn í þáttinn og beðið um óskalög, en athygli hefur vakið að þættirnir þykja einkar vinsælir meðal vinkonuhópa. „Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira