Málar til að halda geðheilsu 27. júlí 2012 06:00 Hjalti P. Finnsson hefur sinnt listinni frá því hann missti vinnuna í hruninu. Hann er vinsæll meðal notenda Facebook samskiptasíðunnar. Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Danmarks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni," segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur." Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungumálið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun." Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum."- sm Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Danmarks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni," segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur." Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungumálið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun." Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum."- sm
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira