Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri 3. ágúst 2012 15:00 Benni Valsson sýnir myndir af mörgum heimsfrægum listamönnum á fyrstu alvöru sýningu sinni á Íslandi sem opnar í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun og stendur til 26. ágúst.Mynd/Þórhallur Jónsson „Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis. Björk er eini íslenski listamaðurinn á sýningunni. „Ég vann mikið með henni eftir útgáfu plötunar Post um 1995 og fór með henni á tónleikaferðalag og við gerðum tískuþátt fyrir franskt tímarit,“ segir Benni sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Það eiga að vera fjórar myndir af henni en það er ein að fljúga frá París núna. Það er spurning hvort hún lendi fyrir opnunina,“ segir hann hress. Benni hefur myndað mikið fyrir frönsk tímarit og þá aðallega tísku- eða portrettmyndir en hann hefur verið búsettur í París frá 1985. „Ég hef unnið fyrir blöð eins og GQ, franska Elle og dagblöðin Le monde og Liberation,“ segir hann og stiklar á stóru. Margar ljósmyndir sýningarinnar tók hann fyrir franska kvikmynda- og tónlistartímaritið Les inrocks. Þar á meðal af Leonardo Di Caprio, Ben Stiller og Pete Doherty. „Ég hef einnig unnið töluvert fyrir breska Esquire og tók myndir af Daniel Craig og Justin Timberlake fyrir þá,“ segir hann. Hvorug myndanna komust inn á sýninguna en valið stóð á milli tæplega 200 mynda. „Við uppsetningu á sýningu þarf maður að reyna að ná einhverju sjónrænu út úr rýminu svo það eru myndir sem komast ekki að og ég hef þurft að henda út allskonar fólki,“ segir hann. Benni vill ekki kannast við nafngiftina ljósmyndari fræga fólksins. „Ég er meira að mynda listamenn sem ég tel marka tímann sem við lifum á en að eltast við fræga og á sýningunni eru jafnframt myndir af grasrótarlistamönnum.“ Fjölskylda hans flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og flýgur hann á milli. „Ég er svona Akureyri París, Akureyri London.“ Nú síðast vann hann auglýsingar fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í júlí. „Ég átti líka að vera þar á morgun en það var ekki hægt,“ sagði hann í gær og játar að mikil spenna fylgi starfinu. „Já, það er mótorinn í þessu.“ hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis. Björk er eini íslenski listamaðurinn á sýningunni. „Ég vann mikið með henni eftir útgáfu plötunar Post um 1995 og fór með henni á tónleikaferðalag og við gerðum tískuþátt fyrir franskt tímarit,“ segir Benni sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Það eiga að vera fjórar myndir af henni en það er ein að fljúga frá París núna. Það er spurning hvort hún lendi fyrir opnunina,“ segir hann hress. Benni hefur myndað mikið fyrir frönsk tímarit og þá aðallega tísku- eða portrettmyndir en hann hefur verið búsettur í París frá 1985. „Ég hef unnið fyrir blöð eins og GQ, franska Elle og dagblöðin Le monde og Liberation,“ segir hann og stiklar á stóru. Margar ljósmyndir sýningarinnar tók hann fyrir franska kvikmynda- og tónlistartímaritið Les inrocks. Þar á meðal af Leonardo Di Caprio, Ben Stiller og Pete Doherty. „Ég hef einnig unnið töluvert fyrir breska Esquire og tók myndir af Daniel Craig og Justin Timberlake fyrir þá,“ segir hann. Hvorug myndanna komust inn á sýninguna en valið stóð á milli tæplega 200 mynda. „Við uppsetningu á sýningu þarf maður að reyna að ná einhverju sjónrænu út úr rýminu svo það eru myndir sem komast ekki að og ég hef þurft að henda út allskonar fólki,“ segir hann. Benni vill ekki kannast við nafngiftina ljósmyndari fræga fólksins. „Ég er meira að mynda listamenn sem ég tel marka tímann sem við lifum á en að eltast við fræga og á sýningunni eru jafnframt myndir af grasrótarlistamönnum.“ Fjölskylda hans flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og flýgur hann á milli. „Ég er svona Akureyri París, Akureyri London.“ Nú síðast vann hann auglýsingar fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í júlí. „Ég átti líka að vera þar á morgun en það var ekki hægt,“ sagði hann í gær og játar að mikil spenna fylgi starfinu. „Já, það er mótorinn í þessu.“ hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira