Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri 3. ágúst 2012 15:00 Benni Valsson sýnir myndir af mörgum heimsfrægum listamönnum á fyrstu alvöru sýningu sinni á Íslandi sem opnar í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun og stendur til 26. ágúst.Mynd/Þórhallur Jónsson „Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis. Björk er eini íslenski listamaðurinn á sýningunni. „Ég vann mikið með henni eftir útgáfu plötunar Post um 1995 og fór með henni á tónleikaferðalag og við gerðum tískuþátt fyrir franskt tímarit,“ segir Benni sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Það eiga að vera fjórar myndir af henni en það er ein að fljúga frá París núna. Það er spurning hvort hún lendi fyrir opnunina,“ segir hann hress. Benni hefur myndað mikið fyrir frönsk tímarit og þá aðallega tísku- eða portrettmyndir en hann hefur verið búsettur í París frá 1985. „Ég hef unnið fyrir blöð eins og GQ, franska Elle og dagblöðin Le monde og Liberation,“ segir hann og stiklar á stóru. Margar ljósmyndir sýningarinnar tók hann fyrir franska kvikmynda- og tónlistartímaritið Les inrocks. Þar á meðal af Leonardo Di Caprio, Ben Stiller og Pete Doherty. „Ég hef einnig unnið töluvert fyrir breska Esquire og tók myndir af Daniel Craig og Justin Timberlake fyrir þá,“ segir hann. Hvorug myndanna komust inn á sýninguna en valið stóð á milli tæplega 200 mynda. „Við uppsetningu á sýningu þarf maður að reyna að ná einhverju sjónrænu út úr rýminu svo það eru myndir sem komast ekki að og ég hef þurft að henda út allskonar fólki,“ segir hann. Benni vill ekki kannast við nafngiftina ljósmyndari fræga fólksins. „Ég er meira að mynda listamenn sem ég tel marka tímann sem við lifum á en að eltast við fræga og á sýningunni eru jafnframt myndir af grasrótarlistamönnum.“ Fjölskylda hans flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og flýgur hann á milli. „Ég er svona Akureyri París, Akureyri London.“ Nú síðast vann hann auglýsingar fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í júlí. „Ég átti líka að vera þar á morgun en það var ekki hægt,“ sagði hann í gær og játar að mikil spenna fylgi starfinu. „Já, það er mótorinn í þessu.“ hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis. Björk er eini íslenski listamaðurinn á sýningunni. „Ég vann mikið með henni eftir útgáfu plötunar Post um 1995 og fór með henni á tónleikaferðalag og við gerðum tískuþátt fyrir franskt tímarit,“ segir Benni sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Það eiga að vera fjórar myndir af henni en það er ein að fljúga frá París núna. Það er spurning hvort hún lendi fyrir opnunina,“ segir hann hress. Benni hefur myndað mikið fyrir frönsk tímarit og þá aðallega tísku- eða portrettmyndir en hann hefur verið búsettur í París frá 1985. „Ég hef unnið fyrir blöð eins og GQ, franska Elle og dagblöðin Le monde og Liberation,“ segir hann og stiklar á stóru. Margar ljósmyndir sýningarinnar tók hann fyrir franska kvikmynda- og tónlistartímaritið Les inrocks. Þar á meðal af Leonardo Di Caprio, Ben Stiller og Pete Doherty. „Ég hef einnig unnið töluvert fyrir breska Esquire og tók myndir af Daniel Craig og Justin Timberlake fyrir þá,“ segir hann. Hvorug myndanna komust inn á sýninguna en valið stóð á milli tæplega 200 mynda. „Við uppsetningu á sýningu þarf maður að reyna að ná einhverju sjónrænu út úr rýminu svo það eru myndir sem komast ekki að og ég hef þurft að henda út allskonar fólki,“ segir hann. Benni vill ekki kannast við nafngiftina ljósmyndari fræga fólksins. „Ég er meira að mynda listamenn sem ég tel marka tímann sem við lifum á en að eltast við fræga og á sýningunni eru jafnframt myndir af grasrótarlistamönnum.“ Fjölskylda hans flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og flýgur hann á milli. „Ég er svona Akureyri París, Akureyri London.“ Nú síðast vann hann auglýsingar fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í júlí. „Ég átti líka að vera þar á morgun en það var ekki hægt,“ sagði hann í gær og játar að mikil spenna fylgi starfinu. „Já, það er mótorinn í þessu.“ hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira