Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg 9. ágúst 2012 08:00 Baldur Kristjánsson ljósmyndari. Mynd/Anton Brink „Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en hann hefur getið sér gott orð sem auglýsingaljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpokaferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég kalla þetta „umhverfisportrettmyndir" af fólki sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér fyrir sjónir," segir Baldur sem hefur látið sérsmíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær njóti sín sem best í stórri upplausn. „Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein skemmtilegasta gata bæjarins." Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 og stendur til 19. ágúst. Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem ég tók á Killing Fields" í Kambódíu en þar voru framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla stelpu hinum megin við girðingu sem horfði inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr eftir," segir Baldur.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur." -áp Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en hann hefur getið sér gott orð sem auglýsingaljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpokaferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég kalla þetta „umhverfisportrettmyndir" af fólki sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér fyrir sjónir," segir Baldur sem hefur látið sérsmíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær njóti sín sem best í stórri upplausn. „Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein skemmtilegasta gata bæjarins." Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 og stendur til 19. ágúst. Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem ég tók á Killing Fields" í Kambódíu en þar voru framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla stelpu hinum megin við girðingu sem horfði inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr eftir," segir Baldur.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur." -áp
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira