Bjóða heim í raftónlist og kaffi á menningarnótt 13. ágúst 2012 08:00 Steindór Grétar og Kristjana Björg bjóða gestum og gangandi á raftónleika heim til sín á menningarnótt en meðal tónlistarmanna eru Steindór sjálfur, DJ Margeir, President Bongo, Logi Pedro og Captain Fufanu.Fréttablaðið/GVA "Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. "Við hugsum dagskrána þannig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reykvél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi," segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. "Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en annars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Margeir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhugaverða hluti,? segir hann en frumsamin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftónlist fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. "Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna," segir hún spennt fyrir næstkomandi laugardegi. "Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring," segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. "Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á." Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðrar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. "Við hugsum dagskrána þannig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reykvél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi," segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. "Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en annars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Margeir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhugaverða hluti,? segir hann en frumsamin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftónlist fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. "Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna," segir hún spennt fyrir næstkomandi laugardegi. "Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring," segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. "Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á." Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðrar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira