Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Breiðablikskonur hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum og eru búnar að missa af lestinni enda komnar niður í 5. sætið. Þær geta þó komist upp fyrir Val með sigri auk þess að auka spennuna í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Kópavogsvellinum og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og inni á Vísi.
Nær Þór/KA sex stiga forskoti?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
