„Maðurinn sem gefur plötuna út í Tyrklandi hefur verið vinur Danna á Facebook í mörg ár og hann vildi ólmur sjá um að dreifa plötunni í Istanbúl, Ankara og Izmir. Hann talaði líka um að fá okkur á túr um þessar þrjár borgir, það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman," segir Rósa Birgitta Ísfeld söngkona sem skipar sveitina ásamt Daníel Þorsteinssyni trymbli.

„Hann vildi að umslagið gæti lifað áfram sem eitthvað annað þar sem við teljum að geisladiskurinn sé að deyja út. Umslagið er eins konar þrívíddarskúlptúr og nokkuð sérstakt."
Hljómsveitin heldur sína fyrstu tónleika eftir útgáfu plötunnar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í lok október. Einnig eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar á hinum nýopnaða skemmtistað Dolly síðar í haust.