Frost semur tónlistina í Frost 22. ágúst 2012 19:00 Tónskáldið Ben Frost semur tónlistina í vísindatryllinum Frost sem frumsýndur er í byrjun september. mynd/bjarni grímsson "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira