Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum 23. ágúst 2012 09:12 „Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira