Spennandi tímar hjá RetRoBot 23. ágúst 2012 15:30 „Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir," segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygiferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi," segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöðum, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega," segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir," segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygiferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi," segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöðum, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega," segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira