Sælir eru þeir sem gera mistök Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Nýverið sótti ég fótboltaleik þar sem markvörður annars liðsins gerði sig sekan um hroðaleg mistök. Eins og oft vill verða með mistök markvarða urðu þau til þess að hitt liðið skoraði og reyndist markið ráða úrslitum í leiknum. Það voru þó ekki mistökin sem slík sem ég vildi ræða heldur fremur viðbrögð markvarðarins í kjölfar þeirra. Markvörðurinn gróf ekki andlitið í höndum sínum, hann bölvaði ekki eigin klaufagangi og hann rétti svo sannarlega ekki upp aðra höndina, bað liðsfélaga sína afsökunar og sagðist skyldu standa sig betur næst. Nei, hann öskraði heldur á liðsfélagana að því er virtist brjálaður yfir þeirra frammistöðu í aðdraganda marksins. Viðbrögð markvarðarins ber vitaskuld að skoða í samhengi. Þetta gerðist í hita knattspyrnuleiks og ég efast ekki um að hann hefur verið óánægðastur allra með sjálfan sig eftir leikinn. Það er engu að síður forvitnilegt að velta fyrir sér þessum viðbrögðum; að kenna öllum öðrum og öllu öðru um, fremur en að líta í eigin barm. Þetta er nefnilega merkilega algengt. Hver kannast ekki við týpuna sem getur aldrei tekið ábyrgð á eigin mistökum? Ef hún mætir seint var það umferðinni að kenna, ef verkefni frá henni reynist illa unnið voru fyrirmælin ruglingsleg og svo framvegis. Þessi tilhneiging getur einnig tekið á sig aðrar og einkennilegri myndir. Sé engin hentug afsökun til staðar kemur fyrir að fólk einfaldlega býr til, oft fjarstæðukenndar, ástæður fyrir því af hverju hlutirnir fóru úrskeiðis. „Það var samkrull ríkisstjórnarinnar, fjármálakerfisins og fjölmiðla sem olli því að ég á nú í fjárhagsvandræðum." Viðbrögð sem þessi láta manni kannski líða betur til skamms tíma en þau eru klárlega ekki uppbyggileg til framtíðar. Vilji maður bæta eigin frammistöðu á íþróttavellinum, í vinnu, skóla eða bara hverju sem er, er miklu gagnlegra að horfast í augu við eigin þátt í því sem fór úrskeiðis og læra af því fremur en að kenna einhverju öðru um. Þegar út í það er farið er það besta leiðin til að læra því þá gleymir maður aldrei lexíunni. Þegar þetta er haft í huga og eins það að allir gera mistök, meira að segja frekar reglulega, er ljóst að það er fráleitt að skammast sín fyrir mistök, gangast ekki við þeim og reyna að gleyma þeim. Sá sem keyrir lélegan veg getur ekki kennt steininum um þegar dekk springur, heldur einungis því hvaða vegur var valinn. Þá hefur hann líka vit á því að velja annan veg eða betur búinn bíl næst þegar ferðalag er farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Nýverið sótti ég fótboltaleik þar sem markvörður annars liðsins gerði sig sekan um hroðaleg mistök. Eins og oft vill verða með mistök markvarða urðu þau til þess að hitt liðið skoraði og reyndist markið ráða úrslitum í leiknum. Það voru þó ekki mistökin sem slík sem ég vildi ræða heldur fremur viðbrögð markvarðarins í kjölfar þeirra. Markvörðurinn gróf ekki andlitið í höndum sínum, hann bölvaði ekki eigin klaufagangi og hann rétti svo sannarlega ekki upp aðra höndina, bað liðsfélaga sína afsökunar og sagðist skyldu standa sig betur næst. Nei, hann öskraði heldur á liðsfélagana að því er virtist brjálaður yfir þeirra frammistöðu í aðdraganda marksins. Viðbrögð markvarðarins ber vitaskuld að skoða í samhengi. Þetta gerðist í hita knattspyrnuleiks og ég efast ekki um að hann hefur verið óánægðastur allra með sjálfan sig eftir leikinn. Það er engu að síður forvitnilegt að velta fyrir sér þessum viðbrögðum; að kenna öllum öðrum og öllu öðru um, fremur en að líta í eigin barm. Þetta er nefnilega merkilega algengt. Hver kannast ekki við týpuna sem getur aldrei tekið ábyrgð á eigin mistökum? Ef hún mætir seint var það umferðinni að kenna, ef verkefni frá henni reynist illa unnið voru fyrirmælin ruglingsleg og svo framvegis. Þessi tilhneiging getur einnig tekið á sig aðrar og einkennilegri myndir. Sé engin hentug afsökun til staðar kemur fyrir að fólk einfaldlega býr til, oft fjarstæðukenndar, ástæður fyrir því af hverju hlutirnir fóru úrskeiðis. „Það var samkrull ríkisstjórnarinnar, fjármálakerfisins og fjölmiðla sem olli því að ég á nú í fjárhagsvandræðum." Viðbrögð sem þessi láta manni kannski líða betur til skamms tíma en þau eru klárlega ekki uppbyggileg til framtíðar. Vilji maður bæta eigin frammistöðu á íþróttavellinum, í vinnu, skóla eða bara hverju sem er, er miklu gagnlegra að horfast í augu við eigin þátt í því sem fór úrskeiðis og læra af því fremur en að kenna einhverju öðru um. Þegar út í það er farið er það besta leiðin til að læra því þá gleymir maður aldrei lexíunni. Þegar þetta er haft í huga og eins það að allir gera mistök, meira að segja frekar reglulega, er ljóst að það er fráleitt að skammast sín fyrir mistök, gangast ekki við þeim og reyna að gleyma þeim. Sá sem keyrir lélegan veg getur ekki kennt steininum um þegar dekk springur, heldur einungis því hvaða vegur var valinn. Þá hefur hann líka vit á því að velja annan veg eða betur búinn bíl næst þegar ferðalag er farið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun