Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt 27. ágúst 2012 00:01 Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár, segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxtakörfuna á hvíta tjaldið í maganum lengi. Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endurhugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað, segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthíasson og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin. Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar. - áp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár, segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxtakörfuna á hvíta tjaldið í maganum lengi. Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endurhugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað, segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthíasson og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin. Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar. - áp
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira