Óður til amma og liðins tíma 30. ágúst 2012 18:00 Ömmustrákur Sigmundur Ernir leitast við að fanga liðinn tíma nægjusemi og nærveru fjölskyldunnar í nýjustu ljóðabók sinni. Fréttablaðið/Anton „Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira