Hefur leit að horfnu fólki 30. ágúst 2012 12:00 Fer ótroðnar slóðir Helga Arnardóttir ætlar að kafa ofan í mannshvörf á Íslandi í nýjum þáttum sem fara í loftið um áramótin. Helga er vongóð um að finna einhver svör og hvetur fólk til að setja sig í samband við hana. Fréttablaðið/valli „Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi," segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er mannshvörf á Íslandi. Þættirnir bera vinnuheitið Horfið fólk og fara í loftið í kringum áramótin en þeir verða alls átta talsins. Um ólík mál er að ræða þar sem elsta málið er um fimmtíu ára gamalt og það yngsta tveggja ára. Björn Brynjúlfur Björnsson sér um framleiðslu þáttanna en hann framleiddi Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Helga hefur lengi gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum en hún hlaut blaðamannaverðlaunin í ár fyrir umfjöllun sína um Guðmundar og Geirfinnsmálin, frægustu mannshvarfsmál á Íslandi. „Þegar ég vann þá umfjöllun kviknaði áhugi minn á að fjalla um óleyst mannshvörf hér á landi. Mér finnst þessir einstaklingar eiga það skilið hvort sem hvörf þeirra eru sjálfskipuð, slys eða saknæm. Ég finn líka að það er mikill áhugi í íslensku samfélagi fyrir mannhvörfum," segir Helga sem er rétt byrjuð að vinna þættina og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá aðstandendum og lögreglu. „Mér hefur verið mjög vel tekið. Aðstandendur, sama hversu langur tími er liðinn frá hvarfinu, eru alltaf að bíða og leita að svörum um afdrif einstaklingsins." Helga vill ekki fara nánar út í hvaða mál verða tekin fyrir í þáttunum. Hún segir að hvert mál verði að nálgast af virðingu og er vongóð um að einhver svör finnist. „Sum mál eru þess eðlis að erfiðara er að leita svara, en það er alltaf einhver sem veit eitthvað þarna úti. Eitthvert smáatriði sem hefur ekki fengið athygli," segir Helga og bætir við að aldrei sé of seint að veita upplýsingar. Helga ætlar einnig að varpa ljósi á vinnu lögreglunnar og björgunarsveitar í tengslum við mannshvörf, ásamt sviðsettum atriðum inn á milli. „Ég veit að ég á eftir að reka mig á veggi enda er ég að feta ótroðnar slóðir. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og vonast til að fá góð viðbrögð," segir Helga og hvetur þá sem vilja setja sig í samband við hana vegna þáttarins að senda sér póst á netfangið helga@stod2.is. alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi," segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er mannshvörf á Íslandi. Þættirnir bera vinnuheitið Horfið fólk og fara í loftið í kringum áramótin en þeir verða alls átta talsins. Um ólík mál er að ræða þar sem elsta málið er um fimmtíu ára gamalt og það yngsta tveggja ára. Björn Brynjúlfur Björnsson sér um framleiðslu þáttanna en hann framleiddi Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Helga hefur lengi gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum en hún hlaut blaðamannaverðlaunin í ár fyrir umfjöllun sína um Guðmundar og Geirfinnsmálin, frægustu mannshvarfsmál á Íslandi. „Þegar ég vann þá umfjöllun kviknaði áhugi minn á að fjalla um óleyst mannshvörf hér á landi. Mér finnst þessir einstaklingar eiga það skilið hvort sem hvörf þeirra eru sjálfskipuð, slys eða saknæm. Ég finn líka að það er mikill áhugi í íslensku samfélagi fyrir mannhvörfum," segir Helga sem er rétt byrjuð að vinna þættina og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá aðstandendum og lögreglu. „Mér hefur verið mjög vel tekið. Aðstandendur, sama hversu langur tími er liðinn frá hvarfinu, eru alltaf að bíða og leita að svörum um afdrif einstaklingsins." Helga vill ekki fara nánar út í hvaða mál verða tekin fyrir í þáttunum. Hún segir að hvert mál verði að nálgast af virðingu og er vongóð um að einhver svör finnist. „Sum mál eru þess eðlis að erfiðara er að leita svara, en það er alltaf einhver sem veit eitthvað þarna úti. Eitthvert smáatriði sem hefur ekki fengið athygli," segir Helga og bætir við að aldrei sé of seint að veita upplýsingar. Helga ætlar einnig að varpa ljósi á vinnu lögreglunnar og björgunarsveitar í tengslum við mannshvörf, ásamt sviðsettum atriðum inn á milli. „Ég veit að ég á eftir að reka mig á veggi enda er ég að feta ótroðnar slóðir. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og vonast til að fá góð viðbrögð," segir Helga og hvetur þá sem vilja setja sig í samband við hana vegna þáttarins að senda sér póst á netfangið helga@stod2.is. alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira