Bankar hagnast um tólf milljarða hvor 31. ágúst 2012 07:00 Góður gangur Íslandsbanki kláraði sameiningu við Byr á þessu ári og samhliða hefur efnahagsreikningur bankans stækkað. Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans og Jón Guðni Ómarsson er fjármálastjóri hans.fréttablaðið/pjetur Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira