Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum 1. september 2012 10:00 Bloggar um íslenska hönnun Magdalena Dybka bloggar um íslenska list og hönnun og er ætlunin að kynna hana fyrir pólskum lesendum. „Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm
Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira