Rokk, ról og góðir gestir 3. september 2012 15:00 Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira