Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 07:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir tók við fyrirliðabandinu hjá Þór/KA í vor og hefur spilað vel í vörninni. Mynd/Valli Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira