Golf

Íslenska Ryder-keppnin

Kristján Þór Einarsson spilar með liði landsbyggðarinnar í dag og á morgun.
fréttablaðið/stefán
Kristján Þór Einarsson spilar með liði landsbyggðarinnar í dag og á morgun. fréttablaðið/stefán
Í dag hefst liðakeppnin KPMG-bikarinn sem er íslenska útgáfan af hinni frægu Ryder-keppni sem er á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Á Íslandi keppir landsbyggðin við Reykjavíkurúrvalið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni fer fram og að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli í Kópavogi. Hefst keppni klukkan 8.00. Landsbyggðin hefur unnið tvisvar en Reykjavíkurúrvalið einu sinni.

Það er ekki aðeins leikið í meistaraflokki því einnig er keppt í liðakeppni eldri kylfinga. Þetta er í þriðja skiptið sem heldri kylfingar eru með og hafa Reykvíkingar haft betur fyrstu tvö árin.

Í dag verður keppt í fjórleik og fjórmenningi en á morgun verður spilaður tvímenningur.

„Það verður ekki auðvelt að verja titilinn enda er landsbyggðin með hörkulið," sagði Derrick Moore, liðsstjóri Reykjavíkurúrvalsins. „Liðsheildin skiptir máli og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að við getum unnið. Öllum kylfingum finnst gaman að taka þátt í þessu móti. Þetta er skemmtilegasta mótið fyrir marga og við mættum gera meira af þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×