Tekur við góðri beinagrind 11. september 2012 12:00 Ágúst Már Garðarsson er tekinn við sem umsjónarmaður edrú-tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról sem hefur göngu sína í kvöld eftir sumarfrí. fréttablaðið/vilhelm „Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?" veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Fyrstu tónleikarnir eftir sumarfrí fara fram í kvöld, að venju í Edrúhöllinni í Efstaleyti, klukkan 20 og stíga feðgar á svið í tveimur mismunandi sveitum. Captain Fufanu hefur leikinn með Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson í broddi fylkingar, en hann er einmitt sonur Einars Arnar Benediktssonar í Ghostigital sem leikur efni af nýjustu plötu sinni, Division of Culture & Tourism. Tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir ári og segir Ágúst, sem hefur verið Arnari Eggerti innan handar við skipulagningu, hana hafa verið tilraun sem tókst. „Það er í raun magnað að það hafi gengið upp að hafa edrú-tónleika svona snemma á kvöldin í miðri viku. Arnar Eggert hannaði mjög góða beinagrind sem ég tek nú við. Þessu fylgir töluvert stúss og ég er með fiðrildi í maganum en líður samt mjög vel með þetta," útskýrir Ágúst, en hans aðalstarf er sem kokkur á veitingastaðnum Satt á Hóteli Natura. „Ég hef verið viðloðandi tónleikahald frá því ég skipulagði reifin þegar ég var fimmtán ára, svo ég hef lært ýmislegt," bætir hann við.- kg Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?" veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Fyrstu tónleikarnir eftir sumarfrí fara fram í kvöld, að venju í Edrúhöllinni í Efstaleyti, klukkan 20 og stíga feðgar á svið í tveimur mismunandi sveitum. Captain Fufanu hefur leikinn með Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson í broddi fylkingar, en hann er einmitt sonur Einars Arnar Benediktssonar í Ghostigital sem leikur efni af nýjustu plötu sinni, Division of Culture & Tourism. Tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir ári og segir Ágúst, sem hefur verið Arnari Eggerti innan handar við skipulagningu, hana hafa verið tilraun sem tókst. „Það er í raun magnað að það hafi gengið upp að hafa edrú-tónleika svona snemma á kvöldin í miðri viku. Arnar Eggert hannaði mjög góða beinagrind sem ég tek nú við. Þessu fylgir töluvert stúss og ég er með fiðrildi í maganum en líður samt mjög vel með þetta," útskýrir Ágúst, en hans aðalstarf er sem kokkur á veitingastaðnum Satt á Hóteli Natura. „Ég hef verið viðloðandi tónleikahald frá því ég skipulagði reifin þegar ég var fimmtán ára, svo ég hef lært ýmislegt," bætir hann við.- kg
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp