

"Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust.
Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
„Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV.
Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira.
Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni.