Nýtt íslenskt verk frumsýnt í Skotlandi 23. september 2012 10:00 Segir nýja verkið, sem hún skrifaði á ensku, vera eins og alvarlegu hliðina á síðasta leikriti sínu, Súldarskeri. "And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“