Rapparinn Hopsin mætir á sveitta hipphopp-hátíð 22. september 2012 00:01 Rapparinn Hopsin er á barmi heimsfrægðar en hann kemur fram á YOLO-hátíðinni á Þýska barnum 7. nóvember. Óli Geir hjá Agent.is stendur á bak við hátíðina. Mynd/agent.is „Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi," segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipphopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfumerkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á Youtube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoðað um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember," segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evrópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verður haldin fjögurra daga hipphopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphoppara Íslands og eru þar meðal annarra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlimum úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar," segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. október. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lokaði er Þýski barinn einfaldlega best til þess fallinn að hýsa svona viðburði," segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott," segir hann. Hér má sjá facebooksíðu atburðarins. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi," segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipphopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfumerkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á Youtube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoðað um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember," segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evrópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verður haldin fjögurra daga hipphopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphoppara Íslands og eru þar meðal annarra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlimum úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar," segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. október. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lokaði er Þýski barinn einfaldlega best til þess fallinn að hýsa svona viðburði," segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott," segir hann. Hér má sjá facebooksíðu atburðarins. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira