Persónulegt uppgjör hjá Bigga 1. október 2012 00:01 Biggi Hilmars Tónlistarmaðurinn hefur sent frá sér sólóplötuna All We Can Be. mynd/maría kjartans Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira