Tónlist, uppvask og tíska í New York 2. október 2012 00:01 Gunnar segir erfitt að lýsa tónlistinni sem Icarus spilar en að það sé eins konar "kraftbundið“ þungarokk. fréttablaðið/vilhelm „Við spiluðum á alls konar klúbbum og börum í borginni og vorum alveg rosalega bókaðir, yfirleitt vorum við með upp í þrjú gigg í viku og þegar aðsóknin var góð vorum við að fá 200 dollara fyrir kvöldið," segir hinn 18 ára gamli Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítarleikari hljómsveitarinnar Icarus. Þeir Gunnar, Atli Steinn og Elias Andri skipa hljómsveitina og eyddu þeir sumrinu í New York þar sem þeir spiluðu á klúbbum og börum, tóku upp sína fyrstu EP-plötu og unnu. „Mamma vildi endilega fá mig út í sumar en af því að ég vildi geta spilað með hljómsveitinni bauð hún okkur bara öllum," segir Gunnar og hlær. Móðir Gunnars á tískufyrirtækið Moda Operandi þar í borg og fengu Atli Steinn og Elias Andri vinnu hjá henni en Gunnar aftur á móti vann í uppvaski og glasatínslu á bar. Icarus tók þátt í Músíktilraunum 2012 og var það þeirra fyrsta skipti á sviði. „Eftir árangurslausa leit að bassaleikara ákváðum við Atli að kenna bara Eliasi, besta vini okkar, á bassa. Hann stóð sig ótrúlega vel og við tókum þátt í Músíktilraunum tveimur vikum seinna," segir Gunnar en Icarus komst þar áfram á úrslitakvöldið. Aðspurður segir Gunnar erfitt að lýsa tónlistinni sem þeir spila, en hún sé eins konar „kraftbundið" þungarokk. Eins og er er hljómsveitin einungis skipuð hljóðfæraleikurum og Gunnar segir það vera í skoðun hvort þeir fái sér söngvara. „Kannski ef við finnum einhvern rosalega góðan, við viljum bara það besta eða ekkert," segir hann.- trs Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við spiluðum á alls konar klúbbum og börum í borginni og vorum alveg rosalega bókaðir, yfirleitt vorum við með upp í þrjú gigg í viku og þegar aðsóknin var góð vorum við að fá 200 dollara fyrir kvöldið," segir hinn 18 ára gamli Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítarleikari hljómsveitarinnar Icarus. Þeir Gunnar, Atli Steinn og Elias Andri skipa hljómsveitina og eyddu þeir sumrinu í New York þar sem þeir spiluðu á klúbbum og börum, tóku upp sína fyrstu EP-plötu og unnu. „Mamma vildi endilega fá mig út í sumar en af því að ég vildi geta spilað með hljómsveitinni bauð hún okkur bara öllum," segir Gunnar og hlær. Móðir Gunnars á tískufyrirtækið Moda Operandi þar í borg og fengu Atli Steinn og Elias Andri vinnu hjá henni en Gunnar aftur á móti vann í uppvaski og glasatínslu á bar. Icarus tók þátt í Músíktilraunum 2012 og var það þeirra fyrsta skipti á sviði. „Eftir árangurslausa leit að bassaleikara ákváðum við Atli að kenna bara Eliasi, besta vini okkar, á bassa. Hann stóð sig ótrúlega vel og við tókum þátt í Músíktilraunum tveimur vikum seinna," segir Gunnar en Icarus komst þar áfram á úrslitakvöldið. Aðspurður segir Gunnar erfitt að lýsa tónlistinni sem þeir spila, en hún sé eins konar „kraftbundið" þungarokk. Eins og er er hljómsveitin einungis skipuð hljóðfæraleikurum og Gunnar segir það vera í skoðun hvort þeir fái sér söngvara. „Kannski ef við finnum einhvern rosalega góðan, við viljum bara það besta eða ekkert," segir hann.- trs
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira