Sudden Weather Change er á leið í tæplega mánaðarlanga tónleikaferð um Bandaríkin. Hún hefst í Los Angeles á föstudaginn þar sem hljómsveitin kemur fram á hátíðinni Culture Collide sem er rekin af tímaritinu Filter.
Næst spila strákarnir í San Fransisco og svo í Seattle þar sem þeir koma fram ásamt fleiri íslenskum sveitum á tónleikunum Reykjavík Calling á vegum Iceland Naturally og KEXP. Lokatónleikarnir verða á hátíðinni CMJ í New York.
Ferðast um Bandaríkin
