Tuttugasta platan frá Kiss 4. október 2012 00:01 Rokkararnir í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar. Tuttugasta hljóðsversplata rokkgoðsagnanna í Kiss, Monster, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tólf beinskeytt rokklög úr smiðju söngvarans og gítarleikarans Pauls Stanley, bassaleikarans tungulipra Genes Simmons, gítarleikarans Tommys Thayer og trommarans Erics Singer. Monster er fyrsta hljóðversplata Kiss síðan Sonic Boom kom út fyrir þremur árum. Hún var sú fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og komst í annað sæti á bandaríska Billboard-listanum. Upptökustjóri á báðum þessum plötum var Paul Stanley. Honum til aðstoðar var Greg Collins og fóru upptökurnar fram í Kaliforníu. Ferill Kiss hefur verið magnaður. Á þeim tæpu fjörutíu árum frá stofnun hljómsveitarinnar hafa 28 plötur hennar náð gullsölu í Bandaríkjunum [hálf milljón eintaka], sem er það mesta sem nokkurt bandarískt rokkband hefur náð. Sveitin hefur selt fjörutíu milljón plötur í Bandaríkjunum og samtals yfir eitt hundruð milljónir í öllum heiminum. Kiss á rætur sínar að rekja til Wicked Lester, rokkhljómsveitar frá New York með Gene Simmons og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir sögðu skilið við hina meðlimina árið 1972 eftir að Epic Records hafnaði útgáfu á plötu sem þeir höfðu tekið upp. Seinna sama ár kom Simmons auga á auglýsingu í tímaritinu Rolling Stone frá trommaranum Peter Criss. Hann byrjaði að æfa með þeim félögum og í janúar árið eftir bættist gítarleikarinn Ace Frehley við hópinn. Á sama tíma var nafninu Wicked Lester hent og Kiss tekið upp í staðinn. Kiss hefur verið dugleg við tónleikahald bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár, við góðar undirtektir hinna fjölmörgu aðdáenda sveitarinnar. Þar syngja þeir hástöfum með goðunum sínum í lögum á borð við Rock and Roll All Nite, I Was Made For Lovin' You og Lick It Up. freyr@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Michael Madsen er látinn Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar. Tuttugasta hljóðsversplata rokkgoðsagnanna í Kiss, Monster, kemur út í næstu viku. Hún hefur að geyma tólf beinskeytt rokklög úr smiðju söngvarans og gítarleikarans Pauls Stanley, bassaleikarans tungulipra Genes Simmons, gítarleikarans Tommys Thayer og trommarans Erics Singer. Monster er fyrsta hljóðversplata Kiss síðan Sonic Boom kom út fyrir þremur árum. Hún var sú fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og komst í annað sæti á bandaríska Billboard-listanum. Upptökustjóri á báðum þessum plötum var Paul Stanley. Honum til aðstoðar var Greg Collins og fóru upptökurnar fram í Kaliforníu. Ferill Kiss hefur verið magnaður. Á þeim tæpu fjörutíu árum frá stofnun hljómsveitarinnar hafa 28 plötur hennar náð gullsölu í Bandaríkjunum [hálf milljón eintaka], sem er það mesta sem nokkurt bandarískt rokkband hefur náð. Sveitin hefur selt fjörutíu milljón plötur í Bandaríkjunum og samtals yfir eitt hundruð milljónir í öllum heiminum. Kiss á rætur sínar að rekja til Wicked Lester, rokkhljómsveitar frá New York með Gene Simmons og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir sögðu skilið við hina meðlimina árið 1972 eftir að Epic Records hafnaði útgáfu á plötu sem þeir höfðu tekið upp. Seinna sama ár kom Simmons auga á auglýsingu í tímaritinu Rolling Stone frá trommaranum Peter Criss. Hann byrjaði að æfa með þeim félögum og í janúar árið eftir bættist gítarleikarinn Ace Frehley við hópinn. Á sama tíma var nafninu Wicked Lester hent og Kiss tekið upp í staðinn. Kiss hefur verið dugleg við tónleikahald bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár, við góðar undirtektir hinna fjölmörgu aðdáenda sveitarinnar. Þar syngja þeir hástöfum með goðunum sínum í lögum á borð við Rock and Roll All Nite, I Was Made For Lovin' You og Lick It Up. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Michael Madsen er látinn Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira