Tónlistarmaðurinn Mika stígur á svið í Silfurbergi Freyr skrifar 10. október 2012 00:01 Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember. nordicphotos/getty „Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira