Tónlistarmaðurinn Mika stígur á svið í Silfurbergi Freyr skrifar 10. október 2012 00:01 Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember. nordicphotos/getty „Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira