Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” FB skrifar 11. október 2012 00:00 Hljómsveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lagið The Symphony eftir Snow Patrol. fréttablaðið/anton Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira