Búin að brosa mikið þrátt fyrir stórt tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 08:30 Rakel Dögg Bragadóttir lék sinn fyrsta leik í ellefu mánuði. Mynd/Valli Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik. „Þetta gekk bara fínt og mér leið bara mjög vel. Ég var óvenju spræk því ég hélt ég yrði meira hikandi," sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég er pínu þreytt og svo fékk ég slink á hnéð í lokin og fór bara út af síðustu tíu mínúturnar. Það er ekkert alvarlegt en maður er orðinn aðeins skynsamari með árunum," sagði Rakel óvenju kát eftir tapleik enda mikill sigur fyrir hana að komast aftur inn á handboltavöllinn. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur steig fyrstu skrefin á móti gríðarlega sterku Valsliði. „Ég var búin að undirbúa mig andlega að það yrði kannski svolítill skellur að byrja á móti þeim. Valur og Fram eru í sérflokki en það þýðir samt ekkert að önnur lið geti ekki strítt þeim," sagði Rakel og þessi mikla keppnismanneskja gat leyft sér að brosa þrátt fyrir tap í endurkomuleiknum. „Það er pínu asnalegt hvað ég er búin að brosa mikið í dag miðað við það að ég tapaði með ellefu mörkum. Ég er yfirleitt í fýlu í þrjá daga þegar ég tapa en það var aðeins öðruvísi í dag. Það voru aðrar tilfinningar í gangi. Það er vissulega leiðinlegt að tapa en að sama skapi var ég himinlifandi að vera komin aftur í gang," sagði Rakel. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik. „Þetta gekk bara fínt og mér leið bara mjög vel. Ég var óvenju spræk því ég hélt ég yrði meira hikandi," sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég er pínu þreytt og svo fékk ég slink á hnéð í lokin og fór bara út af síðustu tíu mínúturnar. Það er ekkert alvarlegt en maður er orðinn aðeins skynsamari með árunum," sagði Rakel óvenju kát eftir tapleik enda mikill sigur fyrir hana að komast aftur inn á handboltavöllinn. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur steig fyrstu skrefin á móti gríðarlega sterku Valsliði. „Ég var búin að undirbúa mig andlega að það yrði kannski svolítill skellur að byrja á móti þeim. Valur og Fram eru í sérflokki en það þýðir samt ekkert að önnur lið geti ekki strítt þeim," sagði Rakel og þessi mikla keppnismanneskja gat leyft sér að brosa þrátt fyrir tap í endurkomuleiknum. „Það er pínu asnalegt hvað ég er búin að brosa mikið í dag miðað við það að ég tapaði með ellefu mörkum. Ég er yfirleitt í fýlu í þrjá daga þegar ég tapa en það var aðeins öðruvísi í dag. Það voru aðrar tilfinningar í gangi. Það er vissulega leiðinlegt að tapa en að sama skapi var ég himinlifandi að vera komin aftur í gang," sagði Rakel.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni