Pistill: Fordóma ber ekki að umbera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira