Hasselhoff til landsins 18. október 2012 00:01 Þýskættaði leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff ætlar að skemmta landanum í febrúar. Hann lofar miklu stuði og er opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til að koma fram með sér á tónleikunum. nordicphotos/getty Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira