Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör 24. október 2012 07:00 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu. Fréttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu.
Fréttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira