Einbýlishús Svarthöfða 25. október 2012 06:00 Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Árið er 2012. Á aðalfundi stærstu auglýsingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. Uppreisn hluthafa gegn stjórnendum fyrirtækja – og þá einkum launum þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið". Á góðærisárunum brugðust eftirlitsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á Íslandi tapaði „venjulegt fólk", ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyrissjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valdalausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyrisþegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undirritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. Nýskráningar í Kauphöllinni eru farnar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvíkingar áttu til að mynda hlutdeild í Orkuveitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slitastjórn Glitnis hefði fengið 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrotabúið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árangurs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Árið er 2012. Á aðalfundi stærstu auglýsingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. Uppreisn hluthafa gegn stjórnendum fyrirtækja – og þá einkum launum þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið". Á góðærisárunum brugðust eftirlitsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á Íslandi tapaði „venjulegt fólk", ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyrissjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valdalausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyrisþegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undirritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. Nýskráningar í Kauphöllinni eru farnar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvíkingar áttu til að mynda hlutdeild í Orkuveitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slitastjórn Glitnis hefði fengið 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrotabúið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árangurs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun