Frumsýnd eftir áramót í Bandaríkjunum 1. nóvember 2012 00:01 Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira