Líður eins og á glænýjum Porsche á litríkum Hippa 3. nóvember 2012 06:00 Gabriel Gerald Haesler hefur sett "litríkasta bíl landsins“ á söluskrá. Fréttablaðið/Anton "Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“