Kisur eru næstum fullkomnar Sara skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Björn Þór Björnsson, eða Bobby Breiðholt eins og hann er betur þekktur, stofnaði hópinn Kat Junkies fyrir aðdáendur katta.fréttablaðið/gva Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum. „Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum. Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum. „Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“ Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“ Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum. „Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum. Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum. „Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“ Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira