Redford framleiðir Aldingarð Ólafs 12. nóvember 2012 21:30 Robert Redford. Hollywoodleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Robert Redford undirbýr sjónvarpsþætti byggða á smásagnasafni Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Aldingarðinum. Erlendir miðlar fara mikinn í umfjöllun sinni um væntanlega þætti enda Redford ákveðinn gæðastimpill á verkefninu en hann er titlaður framleiðandi. Þættirnir bera heitið Valentines og verða sýndir á Sundance-sjónvarpsstöðinni. Ásamt Redford er Fred Berner framleiðandi en hann er meðal annars með myndir á borð við Pollock og sjónvarpsþættina Law and Order á ferilskránni. The Hollywood Reporter, Variety og vefsíðan The Celebrity Coffeeshop.com eru meðal þeirra miðla sem fjalla um framleiðsluna en Valentines er einn af fimm sjónvarpsþáttum sem eru í bígerð hjá Sundance-stöðinni sem þykir vera í sókn þessa stundina. Aldingarðurinn vakti athygli er hún kom út hér á landi árið 2006 og hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun Íslands. Bókin fjallar um tryggð, svik, ást og hamingju þar sem fylgst er með lögfræðingi í New York og þremur dætrum hans. - áp Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hollywoodleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Robert Redford undirbýr sjónvarpsþætti byggða á smásagnasafni Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Aldingarðinum. Erlendir miðlar fara mikinn í umfjöllun sinni um væntanlega þætti enda Redford ákveðinn gæðastimpill á verkefninu en hann er titlaður framleiðandi. Þættirnir bera heitið Valentines og verða sýndir á Sundance-sjónvarpsstöðinni. Ásamt Redford er Fred Berner framleiðandi en hann er meðal annars með myndir á borð við Pollock og sjónvarpsþættina Law and Order á ferilskránni. The Hollywood Reporter, Variety og vefsíðan The Celebrity Coffeeshop.com eru meðal þeirra miðla sem fjalla um framleiðsluna en Valentines er einn af fimm sjónvarpsþáttum sem eru í bígerð hjá Sundance-stöðinni sem þykir vera í sókn þessa stundina. Aldingarðurinn vakti athygli er hún kom út hér á landi árið 2006 og hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun Íslands. Bókin fjallar um tryggð, svik, ást og hamingju þar sem fylgst er með lögfræðingi í New York og þremur dætrum hans. - áp
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira