Segir RIFF hafa öðlast nýtt líf 15. nóvember 2012 15:00 Bo Green Jensen hrósar Ólafi Darra fyrir hlutverk sitt í Djúpinu. fréttablaðið/valli Danski blaðamaðurinn og kvikmyndasérfræðingurinn Bo Green Jensen segir hrokafulla bjartsýni hafa einkennt fyrstu RIFF-hátíðina sem fram fór árið 2004. Í grein í Weekendavisen segir hann hins vegar að hátíðin hafi öðlast nýtt líf í kjölfar kreppunnar og sé í raun tákn þess hversu Ísland hefur rétt úr kútnum eftir hrun. Jenson var í hópi blaðamanna sem sóttu fyrstu RIFF-hátíðina árið 2004. Hann rekur breytingar til batnaðar eftir reynslu sína af hátíðinni í ár og segir meðal annars að hátíðin hafi nú skarpari fókus og einbeiti sér að fyrstu og öðrum myndum leikstjóra. Kreppan hafi verið eins konar lán í óláni því þjóðin hafi horfið aftur til fyrri gilda í kjölfar hennar. Jensen fjallar að auki um nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, og segir Ólaf Darra Ólafsson hafa sýnt stórleik í myndinni. Þá segir Jensen að þær kvikmyndir sem hafi heillað hann hvað mest í ár hafi verið verið Starlet, Reformation og rúmenska kvikmyndin Everybody in Our Family. Þeirri síðastnefndu lýsir Jenson sem dramatískri kvikmynd þar sem gálgahúmor sé allsráðandi. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Danski blaðamaðurinn og kvikmyndasérfræðingurinn Bo Green Jensen segir hrokafulla bjartsýni hafa einkennt fyrstu RIFF-hátíðina sem fram fór árið 2004. Í grein í Weekendavisen segir hann hins vegar að hátíðin hafi öðlast nýtt líf í kjölfar kreppunnar og sé í raun tákn þess hversu Ísland hefur rétt úr kútnum eftir hrun. Jenson var í hópi blaðamanna sem sóttu fyrstu RIFF-hátíðina árið 2004. Hann rekur breytingar til batnaðar eftir reynslu sína af hátíðinni í ár og segir meðal annars að hátíðin hafi nú skarpari fókus og einbeiti sér að fyrstu og öðrum myndum leikstjóra. Kreppan hafi verið eins konar lán í óláni því þjóðin hafi horfið aftur til fyrri gilda í kjölfar hennar. Jensen fjallar að auki um nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, og segir Ólaf Darra Ólafsson hafa sýnt stórleik í myndinni. Þá segir Jensen að þær kvikmyndir sem hafi heillað hann hvað mest í ár hafi verið verið Starlet, Reformation og rúmenska kvikmyndin Everybody in Our Family. Þeirri síðastnefndu lýsir Jenson sem dramatískri kvikmynd þar sem gálgahúmor sé allsráðandi.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira