Ástin, fortíðin, pólitíkin og allt hitt á Bókamessu 16. nóvember 2012 00:01 Segir Bókamessuna í Ráðhúsinu skipulagða með það fyrir augum að allir finni eitthvað við sitt hæfi, enda komi út bækur um allt milli himins og jarðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira